Þó Kong Zhenlan kunni að vera orðin 71 árs gömul slakar hún ekkert á að hjálpa börnum í neyð. Hefur hún vakið heimsathygli fyrir að ættleiða og ala upp munaðarlaus börn og verið örugg í að þau fengju öll menntun og fengju nóg að borða.
Þrátt fyrir að hún hafi átt erfitt fjárhagslega gat hún ekki afborið að horfa á svo mörg börn þjást þar sem hún gekk framhjá munaðarleysingjahælinu í Jixian sýslu í Kína þar sem hún býr. Einn daginn stoppaði hún fyrir framan hælið og tók eitt barn upp og faðmaði það. Það var augnablikið sem hún áttaði sig á að hún þyrfti að gera eitthvað til að gera líf þessara barna bærilegra.
Þessi hógværa kona fór að ættleiða þessi munaðarlausu börn og ól þau upp sem sín eigin. Síðustu 46 ár hefur hún ættleidd 44 börn, sum af þeim hafa orðið læknar og lögfræðingar.
Elsta ættleidda barnið er 45 ára, yngsta aðeins níu mánaða. Í dag styðja fullorðnu börnin hana fjárhagslega með því að gefa henni hluta mánaðalegra launa sinna til að ala upp yngri systkinu. Í byrjun var það að sjálfsögðu ekki svo. Hún átti lítið milli handanna en eyddi hverri krónu í börnin. Þau fengu öll mjólk og hirsigraut og ef ekki var nóg handa henni leitaði hún að afgöngum í ruslatunnum nágrannanna.
Kong segir í viðtali að hún hafi bara sofið tvo tíma á nóttu síðastliðin 40 ár. Hún fer að sofa um miðnætti eftir að börnin eru sofnuð og hún gengur frá öllu. Um klukkan tvö vaknar hún og athugar hvort teppin séu ofan á börnunum. Hún er orðin vön þessu og segir að lítill svefn sé lítil fórn að færa fyrir þessi börn sem alast upp heilbrigð og glöð.
Hún telur að menntun sé besta meðalið gegn fátækt þannig hún lét öll börnin gangið í skóla. Mörg börnin hafa farið í háskóla og útskrifast sem kennarar, læknar, lögfræðingar og fleira.
„Frá því þau voru ung hvatti ég þau til að leggja stund á námið og taka eftir í tímum,” segir Kong. „Ég sagði þeim að skylda þeirra væri að læra og það væri þeirra eina tækifæri að verða eitthvað í framtíðinni.”
Þrátt fyrir að Kong sé nú orðin gömul og heilsuveil heldur hún áfram að tileinka líf sitt ættleiddu börnunum sínum. Í síðasta mánuði var hún í öllum helstu kínversku fréttamiðlunum þar sem hún vinnur ótrúlega fallegt og óeigingjarnt starf!