Drottningin er sögð „ósátt við meintar deilur“ milli barnabarnanna hennar, William og Harry. Hún mun þó ekki skipta sér af deilunum, samkvæmt Ingrid Seward, sem er ritstýra Majesty Magazine.
Hún segir að þrátt fyrir sögusagnirnar sem eru mjög háværar, sæki hún í félagsskap barnabarns síns, Zara Tindall og eiginmanns hennar Mike og veitir það henni „mikinn létti.“
Ingrid segir í viðtali við The Sun: „Hennar hátign er ekki hrifin af þessum deilum milli barnabarnanna William og Harry. Það gerir hana dapra. En hún myndi aldrei skipta sér af líkum þeirra.“
Segir Ingrid ennfremur að hún sæki í félagsskap Zöru og Mike: „Þau veita henni vissulega létti. Hún getur verið hún sjálf í kringum þau.“
Miklar sögusagnir hafa verið í kringum tilkynninguna að hertoginn og hertogaynjan af Sussex séu að draga sig út úr góðgerðarsamtökum sem þau voru í með Cambridge hjónunum. Fyrr í þessum mánuði tilkynntu þau að þau séu hætt í Royal Foundation og ætli að búa til sín eigin góðgerðasamtök. Will og Kate hafa því endurskírt samtökin Royal Foundation of the Duke and Duchess of Cambridge. Stóð í tilkynningu að þau ætli að finna sér „meiri samleið” með öðru sem þau hafa áhuga á að styðja
Meghan og Harry hafa því bæði flutt úr heimilishaldinu hjá Buckinghamhöll og byggt sitt eigið heimili í Frogmore Cottage og búið til sína eigin Instagramsíðu.