KVENNABLAÐIÐ

Endurlífgaður eftir að hafa verið látinn í 20 mínútur: Myndband

Ungur maður er heppinn að vera á lífi, en hann fékk rafmagnsstuð þegar hann var að vinna á byggingarsvæði. Var hann í stiga úr stáli sem leiddi rafmagn. Michael Pruitt er tvítugur og frá Michiganríki, Bandaríkjunum. Eftir að hafa fengið rafstuðið var hann fluttur á spítala án lífsmerkja. Starfsfólkið á Beaumont Health sjúkrahúsinu neitaði að gefast upp og notaði stuðtæki til að koma hjartanu í gang á ný. Það tók nokkur skipti en það gekk að lokum.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!