KVENNABLAÐIÐ

Skírðu son sinn „Google” í þeirri von að honum farnist vel í lífinu

Indónesískt barn hefur verið kallað „barnið með furðulegasta nafn í heimi” eftir að kom í ljós að foreldrar hans hefðu skírt hann „Google.” Hann heitir engu fornafni eða miðnafni, bara Google eins og leitarvélin.

Faðir hins átta mánaða Google, Andi Cahya Saputra (31), sagði við indónesíska fjölmiðla að honum hefði dottið í hug að gefa barninu „tæknitengt” nafn þegar kona hans var gengin sjö mánuði á leið.

Auglýsing

Hann hafði íhugað önnur nöfn, t.d. úr Kóraninum en ákvað svo að engin hentuðu. Þannig fór hann að skoða nöfn úr tæknigeiranum, s.s. Windows, iPhone, Microsoft og iOS og komst svo að því að Google smellpassaði við hann. Móðir drengsins, Ella Karin, (27) var ekki spennt í fyrstu en að lokum samþykkti hún og nú eiga þau dreng sem heitir í höfuðið á vinsælustu leitarvél heims.

Fæðingarvottorðið
Fæðingarvottorðið
Auglýsing

Ella skammaðist sín svo fyrir nafnið að hún vildi ekki segja það fyrstu þrjá mánuðina og kallaði hann bara litla drenginn (baby boy). Nú segist hún vera orðin hrifin af nafninu og vonar hún að drengurinn verði „leiðtogi margra.”

Ástæða þess að þau vildu ekki fornafn eða miðnafn var sú að þau vildu ekki „menga” kjarna þessa sérstaka nafns: „Ég sagði við pabba minn, Google hefur mjög mikla þýðingu, því ég vona að Google geti hjálpað mörgum, verið mörgum að gagni. Google er númer eitt í heiminum, síðan sem er heimsótt af flestum.”

Ella játar að fólk geri grín að nafninu og segi: „Ég ætla að eignast dóttur sem mun heita WhatsApp” en hún gerir ekki mikið úr því: „Þetta truflar mig ekkert því þau skilja ekki þýðingu Google nafnsins.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!