KVENNABLAÐIÐ

Útskriftarferð ónýt eftir að þau leigðu villu í Búlgaríu sem reyndist vera eyðibýli

Hópur stúdenta sem ætlaði að fagna útskrift með því að leigja risastóra villu í Búlgaríu varð fyrir miklum vonbrigðum þegar glæsihýsið reyndist vera yfirgefið hús.

vv1

Þau fögnuðu mjög þegar þau uppgötvuðu að þau gætu leigt villuna fyrir aðeins 700 pund og var húsið með einkalaug, grilli og frábæru útsýni yfir sjóinn.

Auglýsing

vv2

Þegar hópurinn komu á flugvöllinn var þeim tjáð að þetta heimilisfang væri ekki rétt, það væri ekki til. Þess í stað var villan í strandarþorpinu Sveti Vlas þar sem voru drullugir sveitavegir, engar búðir, veitingastaðir eða strönd.

vv23

Þegar þau mættu á staðinn var ónýt þvottavél fyrir utan húsið, neglt var fyrir gluggana og laugin var græn og tóm.

vv7

Þetta var ekki einu sinni mynd af húsinu sem þau sáu á booking.com, heldur annað hús, átta mílum frá heimilisfanginu sem auglýst var á netinu.

Auglýsing

vv6

Rachel, sem er að útskrifast úr afbrotafræði segir: „Við áttum að fljúga út þann 9. júní og allt átti að vera í lagi. Við bókuðum ferðina í mars. Þegar við komum að Villa Veronica í Búlgaríu var þetta hús í eyði og niðurníslu.“
Þau neyddust til að finna sér annað hótel en bókunarsíðan gat ekki fundið neitt fyrir þau við hæfi.

vv5

Þau voru á vergangi í 13 klukkutíma. Þau vildu gista þarna því það var nálægt Old Nessebar, sem er á heimsminjaskrá Unesco.

Rachel segir: „Við misstum andlitið, þetta var ömurlegt. Laugin var tóm og græn slikja á henni. Það var neglt fyrir gluggana og það voru verkfæri og ónýt þvottavél í garðinum. Það var kapall fyrir útidyrahurðinni og grillið var í klessu.“

vv3

Þau höfðu strax samband við Booking.com og báðu um að annað hús yrði fundið fyrir þau.

Fyrsti dagurinn fór í að hanga á ströndinni með allan farangurinn og allt var troðfullt af ferðamönnum.

v9

Starfsfólk Booking var ekki mjög samvinnuþýtt að endurgreiða ruglið. Það tókst að lokum en þau voru send á annað hótel, ekki með sundlaug eða eldhúsi þannig þau töpuðu miklum peningum.

Útskriftarhópurinn
Útskriftarhópurinn

Þegar þau komu heim þann 15. júní voru þau undrandi að sjá að villan var enn til leigu á vefsíðunni. Þau létu vita og hafa nú fengið fullar bætur, og Booking.com segist vera að rannsaka málið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!