William Bretaprins fór í heimsókn í dag til bresku góðgerðarsamtakanna Albert Kennedy Trust sem hjálpa heimilislausum LGBTQ ungmennum. Í heimsókninni næstkomandi konungur Bretlands spurður hvernig honum myndi líða ef eitt af börnunum hans myndi koma út úr skápnum.
William svaraði: „Augljóslega, í lagi gagnvart mér.“ Svo sagði hann að eina áhyggjuefnið væri aðgreining og ofstæki sem gæti mætt þeim – sérstaklega þar sem þau væru opinberar persónur: „Það eina sem ég hefði áhyggjur af er hvernig þau – sérstaklega hlutverkin sem börnin mín gegna – er hvernig það verði túlkað og séð.“
Samkvæmt William hafa þau Kate talað um slíkt við börnin og þau séu „viðbúin“ alveg sama hvað: „Svo, Catherine og ég, höfum verið að tala mikið um þetta til að þau séu undirbúin. Ég held að samskipti séu mjög mikilvæg varðandi allt. Til að skilja það þarftu að tala mikið um allt og vera viss um hvernig við styðjum hvert annað og göngum í gegnum hlutina.“
Will talaði einnig um að það sé skylda allra að gera heiminn að vinalegri stað fyrir LGBTQ fólk: „Hindranir, þið vitið, hatursfull orð, áreitni og öll sú mismunun sem gæti átt sér stað, það veldur mér hugarangri. En það er verkefni fyrir okkur öll að reyna að leiðrétta, setja það fyrir aftan okkur og draga það ekki upp á ný.“