KVENNABLAÐIÐ

Hefur undirgengist meira en 300 lýtaaðgerðir því mamma hennar kallaði hana „ljóta” þegar hún var lítil

Hún er 39 ára í dag og hefur nýlega lýst því yfir að hún hafi undirgengist meira en 300 lýtaaðgerðir á síðastliðnu 21 ári eftir að hafa verið helsærð af móður sinni þegar hún var ung, því móðirin setti stöðugt út á útlit hennar.

Tsubaki Tomomi japönsk, fyrrum veitingastýra og fyrirsæta. Hún kom nýlega fram í þætti í japönsku sjónvarpi þar sem hún sagðist hafa eytt sem samsvarar um 40 milljónum ISK í lýtaaðgerðir. Fyrsta aðgerðin var þegar hún var 18 ára og nýútskrifuð úr menntaskóla. Þegar hún var tvítug hafði hún lagað tennurnar, breytt lögun augnanna og farið í brjóstastækkun.

Auglýsing

mie3

Hún hefur verið í þeirri endalausu leit að lýtalausri fegurð síðan og ætlar ekkert að hætta…ekki fyrr en hún er öll.

Þrátt fyrir að Tsubaki segist hafa leitað til aðgerða til að halda unglegu útliti sínu segir hún að þráhyggjan hafi hafist í æsku. Móðir hennar kvartaði yfir því hvernig hún leit út, kallaði hana „óásjálega” fyrir framan annað fólk. Niðurstaðan varð sú að Tsubaki taldi að hún þyrfti að fara í aðgerðir til að líta betur út. Um leið og hún varð nógu gömul til að fara gerði hún það.

mie22

Auglýsing

Móðir hennar hóf andlegt ofbeldi í grunnskóla, alveg í gegnum menntaskólann. Í hvert einasta skipti sem þau hittu fjölskyldu og vini, t.d. á áramótum og hátíðsdögum fögnuðu þeir henni og sögðu eitthvað á borð við: „Tsubaki er orðin svo stór!” þá sagði móðir hennar: „Hún er ljótt barn.” Þrátt fyrir að Tsubaki hafi þrábeðið móður sína að hætta þessari niðurlægingu hætti hún ekki. Hún fékk það á heilann að hún væri ekki nógu góð mjög ung.

Tsubaki var ein vinsælasta veitigastýra Hokkaido á þrítugsaldri og þénaði vel. Hún eyddi langmestu í lýtaaðgerðir. Kjálkinn, varirnar, nefið, fyllingarefni og andlitslyftingar.

mie12

Í dag segir Tsubaki lýtaaðgerðir vera mjög algengar og ekki ríki jafn mikil leynd yfir þeim og áður í Japan. Henni var þó nokk sama þegar hún var 18 ára – heilaþvottur móður hennar var það sterkur að hún fórnaði öllu til að breyta útliti sínu.

Tsubaki starfar enn sem fyrirsæta og er mikill áhrifavaldur. Hún er með InstagramTwitterog Facebook og skrifar einnig blogg á japanska samfélagsmiðlinum Ameba.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!