Rapparinn Cardi B átti vandræðalegt augnablik á sviði Bonnaroo Music & Arts hátíðinni nú um helgina. Sjá má á meðfylgjandi myndum hinn aðskorna regnboga-samfesting rifinn á rassinum. Hún var að „twerka” (semsagt, dansa og hrista rassinn) þegar hann rifnaði. Saumarnir héldu áfram að gliðna og lét Cardi (26) bara eins og ekkert væri, þó hálfur rassinn væri úti.
Hún skipti svo um föt og fór í slopp og húðlituð, hlýralaus brjóstahöld. Þar lenti hún í öðru óhappi, en það sást greinilega í rautt ör, sennilega eftir nýjustu brjóstaaðgerðina.
Í maímánuði sagist Cardi í viðtali við Entertainment Tonight hafa látið laga á sér brjóstin eftir að hún átti dótturina Kulture: „Ég var að láta laga á mér brjóstin,” sagði hún. „Mér líður vel, en stundum síðan ekki, skilurðu mig? Þegar skinnið lafir.”
Svo sagði hún: „Yes, my daughter f***ed me up.”
Cardi fór í fyrstu brjóstaaðgerðina þegar hún var 19 ára og hefur aldrei farið í launkofa með aðdáun sína á lýtaaðgerðum. Á Instagram í fyrra sagði hún við aðdáendur sína: „I don’t give a f**k. If y’all mothaf***ers see me gone in November, December I’m getting my tits done!I don’t give a f**k. Matter of fact, I’m not even gonna call it surgery. I’m just gonna say a titty renovation cause I gotta renovate these s**ts! Kulture did me filthy!”