KVENNABLAÐIÐ

Par á Instagram biðlar til almennings um fjármagn til ferðalaga því þau „geta ekki unnið“

Instagram-par sem iðkar mjög frjálslegan lífsstíl biður nú almenning um að fjármagna fríið þeirra til að „fagna lífinu.“

Catalin Onc og eiginkona hans Elena Engelhardt frá Þýskalandi skrásetja ferðirnar sem þau fara í á Instagramsíðunni another_beautiful_day . Síðan árið 2017 hafa þau farið í allskonar ferðir, t.d. til Indónesíu, Frakklands, Ítalíu og Nýja-Sjálands. Þau hafa um 34.000 fylgjendur. Nú langar þau í aðra ferð – að hjóla á tvímenningshjóli frá Þýskalandi til Afríku í júlí.

Auglýsing

Í stað þess að fá sér vinnu (eins og flestir myndu gera) vilja þau fá fjárframlög frá ókunnugum. Móðir Catalin hefur fjármagnað ferðirnar hingað til með því að vera í tveimur vinnum Á fjármögnunarsíðunni GoFundMe biðja þau um 10.000 Evrur fyrir ferðalagi (um 1,4 milljónir ISK).

Samkvæmt hjónunum er þetta verkefni vel til þess fundið að fjármagna því það hefur svo „jákvæð áhrif á fylgjendur þeirra á Instagram.“

„Við gætum skrifað langan texta um geðheilbrigði eða hlýnun jarðar,“ segja þau á síðunni.

Auglýsing

Við gætum sagt ykkur að fylgja draumunum ykkar eða hversu mikilvægt það sé að fara út úr þægindarammanum. Við gætum sagt ykkur hversu fallegt það er að ferðast, og kosti þess, eða að flestar fréttir séu bull. En við ætlum að sýna ykkur! Minna tal og frekari aðgerðir.

Þrátt fyrir að parið sé óneitanlega upptekið við ferðalög og pósta á samfélagsmiðlum sýnist það furðulegt miðað við ófúsleika þeirra þegar kemur að atvinnumarkaðnum.

isnta

Þau segja að fá sér vinnu sé „skaðlegt“ lífsstílnum þeirra.

„Sumir munu segja okkur að fá okkur vinna, eins og allir aðrir og hætta að betla. En þegar þú hefur þau áhrif sem við höfum á líf annarra, er atvinna ekki í boði fyrir okkur. Við gætum verið fyrirsætur og öðlast þannig fé, en við viljum ekki auglýsa neysluhyggjuna. Venjuleg vinna á þessum tímapunkti gæti verið skaðleg.“

Enn sem komið er hafa þau fengið 200 Evrur (tæplega 30.000 ISK) í gegnum sex aðila. Þau hafa líka bakað sér miklar óvinsældir með þessu ósvífna atferli hjá fólki sem vinnur heiðarlega vinnu. Ein kona skrifar: „Hey, hér er hugmynd – hvernig væri að þið fengjuð ykkur vinnu (eins og við hin) og fjármagnað ykkur sjálf? Þið gætuð jafnvel gefið eitthvað af féinu til þeirra sem þéna minna en þið“

anot

Annar sagði: „Að láta mömmu ykkar vinna tvær vinnur svo þið þurfið ekki að vinna eina? Hvernig sofið þið á nóttunni?“

„Hvernig hreyfið þið ykkur undir þessu skammarfjalli? Sumir nota þennan vettvang til að bjarga lífi sínu, þið gætuð verið að taka pening frá einhverjum sem þarf hann til að lifa af næstu viku.“

„Þetta er dauft, óekta og allt sem er að í þessum heimi.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!