KVENNABLAÐIÐ

Söngkonan Billie Eilish hvetur alla til að verða vegan

Vegan söngkonan Billie Eilish hvatti alla 26 milljón Instagram fylgjendurna sína til að íhuga kjöt- og mjólkurvöruneysluna. Billie póstaði myndbandi sem Animal Recovery Mission (ARM) náði af leynirannsókn sem býlið Fair Oaks Farms—sem býr til Fairlife mjólkina og er í eigu Coca-Cola. Í þessu fjögurra mínútna myndbandi má sjá alvarlegt dýraníð þar sem starfsfólk lemur, stingur og níðist á kálfum og þykir það sanna að að það er ekki farið eftir settum reglum á býlinu.

Auglýsing

„Ég held yfirleitt kjafti því mér finnst að allir eigi að borða og segja það sem þeir vilja…ég hef enga þörf fyrir að troða því sem ég trúi upp á aðra,” segir Billie við myndbandið.

Auglýsing

„En gaur…ef þú getur horft á myndböndin sem ég var að pósta að verið drullusama með því að borða skepnurnar sem er verið að pynta fyrir ánægju þína, vorkenni ég þér. Ég skil að kjöt er gott…og ég veit að þú heldur að þú sért bara ein manneskja og það breyti engu er það bara heimskt. Ef þú hefur hálfan heila ættirðu að vita að „ein manneskja” telur. Vertu gáfaðri.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!