Í löngu viðtali sem Donald fór í hjá Fox sagði hann að Melania væri Jackie O (Jacqueline Kennedy Onassis) nútímans. Fór það fyrir brjóstið á mörgum og Twitter hreinlega logaði.
Sagði hann þetta í því samhengi að breyta ætti ljósbláa litnum á Air Force One í liti bandaríska fánans: „Það var Jackie O og það er gott, en við höfum okkar eigin Jackie O í dag og það er kallað Melania. Við köllum það Melania T.”
“That was Jackie O and that’s good, but we have our own Jackie O today, it’s called Melania. We’ll call it Melania T.” Semsagt hann notaði orðið „it” um konuna sína. „Það.”
Fólk hefur minnst Jackiear sem einni helstu tískufyrirmynd allra tíma og fyrir að koma Hvíta húsinu í virðingarsess á ný. Hún missti tvö börn sín kornung og varð vitni að morði eiginmannsins, en hann var myrtur í Texas við hlið hennar í bílnum. Hún er ein vinsælasta forsetafrú allra tíma.
Melania er það hinsvegar ekki. Tísku„icon” jú kannski…en allt hitt er ekki rétt.