„Hann er afar glaður í bragði þessi – rétt eins og sá sem hann er kenndur við!“ segir Jakob Frímann Magnússon um nýja hamborgarann á Hamborgarafabrikkunni sem kallast „Stefán Karl“ en eftirlifandi eiginkona Stefáns, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, rekur fyrirtækið Sprettu ásamt Soffíu Steingrímsdóttur. Spretta sérhæfir sig í grænsprettum (e. microgreens) – lesa má nánar um þær á vef Sprettu.is.
Fjölskylda og vinir Stefáns heitins hittust á Fabrikkunni og minntust hans og brögðuðu að sjálfsögðu borgarann sem er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Með ferskum sprettum, döðu-lauk-chutney, Sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er borinn fram í nýrri tegund af dúnmjúku Fabrikkubrauði, með brakandi stökkum frönskum.“
Fólk var almennt sammála um að Stefán Karl sé sennilega besti borgarinn sem hægt sé að fá á Fabrikkunni!