KVENNABLAÐIÐ

Ákaflega dræm miðasala á tónleika Madonnu

Svo virðist sem væntanlegt tónleikaferðalag hinnar sextugu dívu, Madonnu, verði ekki fjölsótt ef marka má miðasölu. Madame X tónleikaferðalagið verður haldið á minni stöðum en venjulega, en Madonna er í öngum sínum þar sem ekki varð uppselt á nokkrum sekúndum eins og áður fyrr.

Auglýsing

Madonna hefur ferðalagið þann 12. september í Brooklyn, New York, en hundruðir sæta eru óseld. Þann 15. september eru 100 sæti laus.

Þrátt fyrir að sæti séu óseld á minni tónleikastöðum er staðan enn verri ef litið er á stærri tónleikahallirnar. T.d í MET í Philadelpiu, laugardaginn 7. september eru meira en 400 sæti óseld.

Auglýsing

Madonna er sögð óánægð: „Hún skilur ekki af hverju aðdáendur eru ekki að kaupa miða og styðja nýju sýninguna. Hún skilur ekki af hverju hún selur svo fáa miða. Oftast varð uppselt á einhverjum mínútum,” segir ónefndur heimildarmaður í viðtali við Radar.

Því miður er ekki bara um tónleikaferðalagið að ræða. Nýja platan hennar Madame X verður gefin út þann 14 júní næstkomandi en fimm lög hafa nú þegar komið út. Ekkert laganna hefur komist á lista yfir 100 vinsælustu lögin.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!