Söng- og leikkonan Selena Gomez frumsýndi nýjustu myndina sína, The Dead Don’t Die, mánudagskvöldið 9. júní og leit afskaplega vel út! Gekk Selena rauða dregilinn í New York í Museum of Modern Art í stuttum svörtum kjól.
Í myndinni leika einnig stórstjörnurnar Bill Murray, Adam Driver, Tilda Swinton, Chloe Sevigny, Steve Buschemi, Danny Glover og Rosie Perez.
Myndin er hryllings/gamanmynd með uppvakningum. Hópur lögregluþjóna berst gegn yfirráðum þeirra í litlum bæ. Selena, sem brotnaði niður andlega árið 2018, hefur nú náð sér að nýju og ekki er hún bara að leika í myndum heldur er hún farin að syngja á ný. Kom hún fram á Coachella með Cardi B þar sem þær tóku lagi Taki Taki.
Justin Bieber, fyrrverandi kærasti hennar, gekk að eiga Hailey Baldwin í september í fyrra. Í kjölfarið lét Selena leggja sig inn á sjúkrahús þar sem hún upplifði mikið niðurbrot. Hún tók sér frí frá sviðsljósinu, flutti frá Hollywood og eyddi öllum myndum af Justin og henni af samfélagsmiðlum.