KVENNABLAÐIÐ

Hægt að taka þátt án þess að vera í bol frá Henson

Pálína Hildur Sigurðardóttir skrifar: Búið er að vekja athygli mína á því að Henson skaffar bolina í Kvennahlaupið. Ég lofaði sjálfri mér að ég skyldi aldrei versla af þessu fyrirtæki þegar upp komst að Halldór Einarsson, eigandi Henson, skrifaði undir meðmælabréf Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru, en Robert braut gegn dóttur minni.

Ég er alls ekki að gagnrýna Kvennahlaupið sem slíkt en finnst það hræðileg tilhugsun að á næsta laugardag eru þúsundir kvenna, stúlkna og drengja að fara hlaupa um land allt í Henson bolum. Finnst það skjóta skökku við íþróttahreyfinguna sem er að hvetja til samstöðu kvenna og að þær eigi ánægjulega samverustund með fjölskyldu og vinum, og að á sama tíma er sú hreyfing að versla við mann sem skrifaði meðmælabréf fyrir dæmdan kynferðisbrotamann sem beitti margar ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi.

Vildi bara minna ykkur á þetta ef þið viljið líka sneiða fram hjá vörum frá Henson. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að taka þátt í Kvennahlaupinu til að sýna samstöðu á meðal kvenna en á sama tíma að sneiða fram hjá kvennahlaupsbolunum og sýna samstöðu okkar gegn kynferðisbrotamönnum og þeirra velunnurum. Það er nefnilega vel hægt að taka þátt án þess að vera í bol frá Henson.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!