Aðdáendur hafa nú áhyggjur af hinni 17 ára Kaiu Gerber sem var ein af fyrirsætum Alexander Wang í New York þann 31. maí síðastliðinn.
Klæddist Kaia öllu hvítu líkt og aðrar fyrirsætur, t.a.m. Kendall Jenner, en athygli vakti hversu grönn Kaia var orðin.
Árið 2017 sagði Cindy við Kaiu, þá 15 ára gamla, að hún vildi alls ekki að hún væri að „hanga” með Kendall en þær hafa verið vinkonur í mörg ár: „Hún vill ekki að Kaia hangi með þessum slæmu stelpum og spillist. Að Kaia sé í sambandi með áhangendum þeirra eins og Bieber, Brown og Disick lætur hana fá martraðir!”
Þrátt fyrir áhyggjur Cindyar var Kaia að hugsa um að koma fram í þáttunum Keeping Up with the Kardashians því henni fannst það „öruggt skref í átt að mega-frægð og frama.”
Svo er Cindy alls ekki svo saklaus sjálf, því hún djammar einnig með krökkunum sínum: „Þessir krakkar eru alltaf fullir, þeir eru að gera fullorðinshluti eins og að djamma með Rande og Cindy,” sagði heimildarmaður um Kaiu og Presley (19) bróður hennar.
„Þau lifa engu venjulegu lífi, þau eiga ekkert venjulegt líf. Lífið er bara eitt stórt partý.”