Rithöfundurinn J. K. Rowling mun gefa út fjórar nýjar sögur þann 27. júní næstkomandi til að aðdáendur geti „rannsakað enn betur hina dýrmætu galdrasögu.“
Mun J.K. (53) birta rafbækurnar á Pottermore, rafrænum vettvangi fyrir galdraheiminn, þann 27, júní.
Rohan Daniel Eason teiknar myndirnar í nýju bókunum og fjalla þær allar um mismunandi námskeið sem hægt er að taka í Hogwarts galdraskólanum.
Titlarnir verða:
Harry Potter: A Journey Through Charms and Defence Against the Dark Arts
Harry Potter: A Journey Through Potions and Herbology,
Harry Potter: A Journey Through Divination and Astronomy
Harry Potter: A Journey Through Care of Magical Creatures
Í tilkynningu um útgáfu bókanna segir að með þeim sé auðvelt að hella sér af fullum krafti í menningu og galdrana í miðju bókanna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rowling gefur óvænt út nýtt efni með Harry Potter. Árið 2017 gaf hún út Harry Potter: A History of Magic.
Sögurnar eru sjö um hinn unga galdrasnilling, Harry og vini hans Hermione Granger og Ron Weasley í skólanum Hogwarts School of Witchcraft and Wizardry.