KVENNABLAÐIÐ

Ashton Kutcher ber vitni í morðmáli fyrrverandi kærustu sinnar

Leikarinn geðþekki, Ashton Kutcher, þurfti að bera vitni í máli fyrrverandi kærustu sinnar Ashley Ellerin, en hún var myrt á hryllilegan hátt og var stungin 47 sinnum, líklega af Michael Garguilo.

gurgo

Ashton bar vitni þann 29. maí og virtist hann taugaóstyrkur en hann var klæddur í blá jakkaföt og með bindi.

Auglýsing

Ashton útskýrði að hann hefði komið heim til Ashley einu sinni áður en hún var myrt: „Ég hætti með kærustunni minni. Ég fór í partý [í desember] og hún sagði mér að hún væri einhleyp…við töluðum um að fá okkur drykk, fara í mat, hittast þetta kvöld.“
Hann hringdi í hana um 19:30 til að segja henni að hann yrði seinn. Hún hringdi svo í hann kl 20:24 og sagðist vera nýkomin úr sturtu.

Ashton í réttarsal
Ashton í réttarsal

„Ég var heima hjá vini mínum,“ útskýrði hann. „Ég gleymdi tímanum. Ég fór þaðan um klukkan 22 og áttaði mig á að klukkan var meira en ég hélt. Ég vildi hringja í hana og láta hana vita að ég væri á leiðinni. Ég hringdi, ekkert svar.“

Ashton hélt áfram: „Ég ætlaði að láta hana vita að ég væri á leiðinni og hún svaraði ekki. Ég vissi ekki hvort hún hefði farið að heiman. Ég vildi ekki bara mæta þannig ég fór heim og hleypti hundunum mínum út. Ég reyndi að hringja í hana úr heimasímanum. Ég vildi ekki að þetta yrði skrítið og mæta bara mjög seint heim til einhvers.“

Ashley og Ashton
Ashley og Ashton

Þegar hann fór þó til hennar sá hann að öll ljósin voru kveikt: „Ég bankaði á útidyrahurðina og fékk ekkert svar. Ég bankaði aftur. Ekkert svar. Á þessum tímapunkti gerði ég ráð fyrir að hún hefði farið út. Ég kíkti í gegnum gluggann [hjá útidyrahurðinni]. Sá ekkert.“

Auglýsing

Þegar hann var að fara kíkti hann í gegnum gluggann: „Ég vildi ekki vera þessi gaur sem kíkir inn um gluggana hjá einhverjum. Þegar ég horfði inn sá ég að allt var í drasli, en hún var nýflutt inn þannig ég hefði ekki áhyggjur.“

Ashton hélt svo áfram: „Ég sá það sem ég hélt að væri rauðvín á teppinu. Það kom mér ekki á óvart því ég hafði farið í partý til hennar og það var eins og menntaskólapartý. Ég hugsaði ekki mikið um það.“
Svo fór hann heim.

„Mér fannst líklegast að ég hefði klúðrað hlutum með því að mæta of seint og hún hefði bara farið.“

Þegar hann frétti af morðinu daginn eftir „fríkaði hann út“ því hann hafði verið á morðstaðnum: „Fingraförin mín eru á hurðinni og ég var að fríka út. Ég sagði við rannsóknarlögreglumanninn „leyfðu mér að segja þér hvað gerðist.““

Ashton var á lista yfir vitni í morðmálinu vegna Ashleyar, sem var 22 ára þegar hún var myrt.

Búist er við að morðinginn sé fjöldamorðingi
Búist er við að morðinginn sé fjöldamorðingi

Saksóknarinn Dan Akemon lýsti hinu óhugnalega morði: „Þann 21 febrúar árið 2001, nokkrum vikum eftir að Gargiulo hafði sést reyna að komast inn í íbúðina hennar, fylgjast með henni koma og fara, fannst Ashley látin,“ sagði hann. „Ashley fannst stungin til bana á ganginum. Hún var stungin meira en 47 sinnum. Sönnunargögn sýna að ráðist var á hana aftan frá, stungin ítrekað og nærri hálshoggin, og var verknaðurinn framkvæmdur af örvhentum aðila. Gargiulo er örvhentur.“

Gargiulo var handtekinn og ákærður fyrir morðið árið 2008 eftir að DNA sönnunargögn sýndu að hann hefði verið á staðnum.

Búist er við að réttarhöldin standi að minnsta kosti yfir í hálft ár.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!