William prins og hárleysið hefur verið mikið til umfjöllunar í Bretlandi undanfarin ár, enda hefur hárleysið aukist með hverju barninu sem hann eignast. Rob Lowe, stjarnan í Parks and Recreation, telur það merki um lágan „standard” breskra karlmanna að gera ekki eitthvað í þessu.
Í viðtali við Telegraph segist hann vera frekar hégómafullur þegar kemur að hármissi: „Getum við talað um William? Ég meina, framtíðarkonungur landsins lætur hárið bara hverfa!” segir Rob og uppljóstrar þar með stærsta ótta Hollywoodstjörnu: Að verða sköllótt.
„Í alvöru, eitt af því skelfilegasta sem ég hef upplifað í lífinu var að horfa á William prins verða sköllóttann,” grínast hann. „Hann er að verða f***ing Bretakonungur!”
Margar „memes” hafa snúist um hárleysi Williams og brandara og greinilega hefur það haft áhrif á Rob.
Hann segir: „Ég meina…það er til pilla! Þegar ég tók eftir að fyrsta hárið var að falla hjá mér, var ég að láta sprauta þessu efni í f***ing æðarnar. Og ég gerði það í næstu þrjátíu ár á eftir.”