Rapparinn Kanye West hefur alltaf verið mömmudrengur og viðurkennir hann það fúslega. Móðir hans, Donda, lést árið 2007 eftir vandkvæði í lýtaaðgerð.
Kanye kemur nú fram í nýjum þáttum David Letterman á Netflix, My Next Guest No Introduction, en sýningar hefjast þann 31 maí næstkomandi.
Kim, eiginkona hans, tvítaði smá forskoti á sæluna og þar má sjá Kanye lýsa einni af síðustu minningum hans um móður sína, Dondu: „Ég man að mamma keypti handa mér bangsa sem var allskonar á litinn og ég var mjög hrifinn af Takashi Murakami [japanskur listamaður] á sama tíma og ég var að taka upp þriðju plötuna mína, Graduation, og hún keypti hann og sagði við mig: „Þessi er dálítið eins og Murakami,” segir Kanye við Letterman.
„Og ég var dálítið, ég vil þetta ekki, þetta er enginn Takashi Murakami bangsi” og Kanye fer að hlæja. „Svo fáeinum vikum seinna eftir að hún dó gerði ég allt til að finna þennan bangsa og setja hann ofan á att Takashi Murakami dótið sem ég átti heima.”
Kanye segir líka að móðir hans hefði notið þess að kaupa dót handa börnunum hans á sama hátt en trúir því að hún „er enn hér hjá okkur” og er að „leiðbeina okkur.”
Donda var með kransæðastíflu og fór í fitusog og brjóstaaðgerð.
Árið 2016 brotnaði Kanye niður og lagðist inn á geðsjúkrahús og telja margir að dauði hennar hafi tengst því.
Í fyrra sagðist svo Kanye ætla að „fyrirgefa og hætta að hata” Dan Adams, sem gerði aðgerðina og notaði andlit hans á nýju plötuna sína Ye.
Adams missti læknaleyfið í kjölfarið og tapaði 500.000 dölum í málskostnað. Hann hefur játað að hafa gert mistök í aðgerðinni sem leiddi til dauða Dondu og var Kanye honum þakklátur fyrir það.