Karlmenn ættu að kvænast því það eykur vellíðan hjá þeim en konur ættu bara að sleppa því, samkvæmt prófessornum Paul Dolan. Hann er leiðandi rannsakandi í hamingju og segir hann að ógiftar, barnlausar konur séu hamingjusömustu einstaklingar í samfélaginu.
Paul Dolan sem er prófessor í atferlisvísindum í School of Economics í London segir að karlmenn hagnist á hjónabandi því þeir „róist” en það sama gildi ekki um konur: „Þú tekur færri áhættur, þú þénar meira og þú lifir aðeins lengur. Hún, á hinn bóginn, þarf að sætta sig við það og deyr fyrr en ef hún hefði aldrei gifst,” segir hann.
Sá hópur sem glaðastur og hefur besta heilsufarið eru konur sem aldrei hafa gifst eða eignast börn.
Paul sagði á Hay Festival: „Við höfum góð lýðfræðileg gögn sem fylgjast með sama fólkinu yfir eitthvert tímabil en ég ætla að segja eins og er: Ef þú ert karlmaður, ættir þú sennilega að ganga í það heilaga, ef þú ert kona – ekki ómaka þig.”
Nýjasta bók Paul Dolan, Happy Ever After, nýtir sér staðreyndir úr könnuninni American Time Use Survey (ATUS), sem ber saman hamingju og óhamingju hjá giftum, ógiftum, fráskildum, og þeim sem misst hafa maka.
Rannsóknin leiðir í ljós að hamingjan mældist meiri hjá giftu einstaklingunum en ógiftu, en það var bara þegar makinn var í herberginu. Hann segir: „Þegar makinn var ekki viðstaddur svaraði einstaklingurinn spurninginni „hvernig líður þér?” með: „F****** ömurlega.”
Dolan segir að rannsóknin geti breytt viðhorfum fólks gagnvart ógiftum konum. Hann sagði að karlmenn fengju meira heilsufarslega út úr hjónabandinu þar sem þeir taki þannig færri áhættur.