KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle er sú eina sem ekki ætlar að hitta Donald Trump þegar hann kemur í heimsókn

Donald og Melania Trump fara til Bretlands að hitta bresku konungsfjölskylduna þann 3. júní næstkomandi. Harry Bretaprins mun snæða með þeim hádegisverð, en kona hans, Meghan er sögð ekki ætla að mæta.

Auglýsing

Drottningin mun halda boðið og ætlar Charles Bretaprins og Camilla að mæta einnig.

Meghan (37) ætlar að vera heima og taka ekki þátt í hátíðarhöldunum. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Trumps til Bretlands og hefur hún verið harðlega gagnrýnd og opinber mótmæli hafa farið fram þar sem þúsundir mótmæltu í London.

Mótmælin í júlí 2018
Mótmælin í júlí 2018
Auglýsing

Þrátt fyrir það mun Donald (72) gera ýmislegt með konungsfjölskyldunni.

Charles (70) mun verða sérstakur leiðsögumaður hans um Buckinghamhöll. Skotið verður af byssum í Green Park og í Tower of London.

Melaniu og Donald fá svo stuttan túr umWestminster Abbey. Blómvöndur verður lagður á stéttar Buckinghamhallar það kvöld en bæði drottningin og Donald munu halda ræður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!