Þrátt fyrir að í yfirlýsingu sem framleiðendur þáttanna vinsælu, The Voice, sendu frá sér mætti skilja sem svo að Adam Levine væri hættur en myndi jafnvel snúa aftur er ólíklegt að svo verði.
Adam hefur sagt við sína nánustu eftir að hafa verið í 16 þáttaraðir að hann hafi engar áætlanir að snúa aftur – nokkurn tíma: „Hann hefur verið mjög skýr með það – hann ætlar ekki að fara aftur,” sagði innanbúðarmaður þáttanna í viðtali við Radar og tók einnig fram að hann hefði haft mjög neikvætt viðhorf alla síðustu þáttaröð eftir að hafa tapað í sex raðir í röð: „Hann var grenjuskjóða.”
Þrátt fyrir að hann virðist hafa hætt óvænt var greint frá því í fyrra, árið 2018, að Adam hefði haft í hyggju að hætta eftir að Behati Prinsloo, eiginkona hans eignaðist annað barn þeirra.
Hann skrifaði samt undir milljónasamning en honum fannst honum vera ýtt út í horn af nýju stjörnunni John Legend.
„Adam var bara kominn í þrot og hegðaði sér eins og alger díva,” sagði heimildarmaðurinn.
Blake Shelton var einnig mjög spenntur að fá aftur kærustuna sína, Gwen Stefani: „Blake talaði ekki um annað en að fá Gwen aftur. Það er allt sem hann talar um.”
Nú mun Gwen koma í stað Adams við hlið Blake, Kelly og John.