Það eru nokkrir mánuðir síðan söngdívan Aretha Franklin lést og á þeim tíma var ekki sagt að fyrir lægi nein erfðaskrá.
Eignir hennar eru metnar upp á 80 milljón dali og hún átti fjögur börn.
Nú hafa tvær handskrifaðar erfðaskrár fundist í læstum skáp sem skrifaðar voru árið 2010. Ein önnur fannst sem skrifuð var í mars 2014 og fannst í stílabók undir púðum í sófa. Þar segir að eignunum skuli vera skipt bróðurlega milli fjölskyldumeðlima Arethu. Sum orðin eru óskiljanleg, skrifuð með slakri rithönd og svörtum blekpenna.
Aretha lést í apríl árið 2018, 76 ára að aldri. Hún hafði þjáðst af briskrabba.
David Bennett, lögfræðingur búsins sem starfaði fyrir hana í meira en fjóra áratugi, hefur nú látið meta erfðaskrárnar. Verður málið sett fyrir dóm þann 12 júlí næstkomandi.
Fjölskyldumeðlimirnir hafa verið að bítast um eignirnar síðan Aretha skildi við og nú í dag er staðan sú sama.
Í apríl úrskurðaði dómari skiptastjóra og sérfræðinga til að meta eignirnar, hugsanlega eitthvað af þeim gætu farið á uppboð. Aretha skuldaði samt fimm milljónir dala í skatt.
Í yfirlýsingu frá ættingjum segir að tveir af fjórum sonum mótmæli erfðaskránum.