KVENNABLAÐIÐ

Ráðist var á Arnold Schwarzenegger í Suður-Afríku

Maður réðist á leikarann og fyrrum ríkisstjóra Kaliforníuríkis með því að sparka í bakið á honum. Gerðist atvikið í Suður-Afríku laugardaginn 18. maí.

Auglýsing

Arnold Schwarzenegger (71) leikarinn kom fram á íþróttaviðburðinum Arnold Classic Africa í félagsmiðstöð í Jóhannesarborg þegar þetta maðurinn réðist á hann á þennan furðulega máta.

Arnold, sem bjóst að sjálfsögðu ekki við þessu, skjögraði og virtist sem hann hefði dottið í jörðina. Seinna póstaði hann myndbandi þar sem hann virðist detta en heldur jafnvægi. Hann var ómeiddur.

Auglýsing

Arnold sendi kveðjur til aðdáenda á Twitter: „Takk fyrir áhyggjurnar en það er ekkert að hafa áhyggjur af. Ég hélt fyrst að mér hefði verið hrint af mannfjöldanum sem gerist oft. Ég áttaði mig bara á því að ég hafði fengið spark þegar ég sá myndbandið eins og þið hin. Ég er bara ánægður að vitleysingurinn truflaði ekki Snapchatið mitt.“

Vildi hann ekki að maðurinn fengi athygli og þar sem hann hefur ómældan áhuga á að bæta hreyfingu inn hjá ungi fólki sagði hann aðdáendum að deila ekki myndbandinu af manninum sem vill verða frægur heldur ungum íþróttasnillingum sem verðskulda frægð frekar. „Þau eru á Snapchatinu mínu.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!