Ella Bleu Travolta (19) hefur nú formlega gengið í Vísindakirkjuna umdeildu. Hún var í forgrunni á mikilvægustu samkomu kirkjunnar í Flórída, þann 9 maí síðastliðinn. Ella stóð á sviðinu og var ekki feimin við myndavélarnar, að sögn sjónarvotta.
„Hún mætti á hátíðina á Dianetics daginn með Dianetics nælu,” segir sérfræðingurinn Tony Ortega en hann sérhæfir sig í Vísindakirkjunni. „Hún leyfði myndatökur og stóð við hlið fólksins sem var að fá verðlaun. Þetta, eitt og sér, þykir mjög mikilvægt og virðingarvert innan kirkjunnar.”

Ortega, sem heldur úti bloggsíðunni The Underground Bunker, segir að Ella Bleu hefði ekki þurft að mæta á viðburðinn þar sem faðir hennar er háttsettur í kirkjunni:
„Þekktustu leikarabörnin þurfa í raun ekki að gera neitt opinberlega, þannig þetta var ákveðin yfirlýsing af hennar hálfu og stórt skref fyrir Ellu. Það sýnir að hún lítur á sig sem meðlim kirkjunnar og hún sé hluti af þeim hópi.”
Ella fetar því í fótspor barna Toms Cruise, en Connor og Isabella eru afar þekkt innan safnaðarins.
„Hátíðin fór fram á Fort Harrison hótelinu hjá Clearwater. Það er heilagasti staðurinn að mati meðlima kirkjunnar. Þeir fagna öllum merkisatburðum þar. Það sýnir að hún er jafn helguð kirkjunni og krakkarnir hans Toms.”