KVENNABLAÐIÐ

Fékk áfall þegar hún uppgötvaði að fyrrverandi kærasti hafði hreiðrað um sig á háaloftinu hennar

Kona nokkur frá Pittsburgh í Bandaríkjunum hafði um nokkurt skeið orðið vör við furðulega, óútskýrða nærveru á heimili sínu. Hún fékk áfall þegar hún uppgötvaði að fyrrverandi kærasti hennar, sem hún hafði fengið nálgunarbann á, hafði búið á háaloftinu hennar í að minnsta kosti þrjár vikur.

Konan, sem hefur notið nafnleyndar vegna öryggisástæðna, hafði tekið eftir að litlir hlutir voru ekki eins og vanalega heima.

Auglýsing

Hún var hrædd um að það væri hennar fyrrverandi, Cary Cocuzzi, en ákvað svo með sjálfri sér að hunsa óttann því hún hélt að hún væri að ímynda sér hluti.

Í eitt skiptið sá hún að klósettsetan uppi, sem var furðulegt því hún býr með dætrum sínum. Í annað skipti fann hún rúmteppi á gólfinu í kjallaranum. Hún íhugaði að hringja á lögregluna en hætti við það, þar sem henni fannst það fáránlegt: „Halló, lögreglan? Það er rúmteppi á gólfinu í kjallaranum mínum.”

Auglýsing

„Ég fékk eitthvað á tilfinninguna en ýtti því í burtu. Ég vildi ekki sýnast vænisjúk en ég hefði betur treyst innsæinu því ég hafði rétt fyrir mér,” sagði konan við fréttamenn. „Mér líður eins og þetta eigi eftir að fylgja mér það sem eftir er.”
þann 20 apríl síðastliðinn var konan heima hjá sér. Hún heyrði umgang á háaloftinu og ákvað að kanna hvað um væri að vera. Hún hélt þetta væri kötturinn með læti, en þegar hún fór upp sá hún fyrrverandi kærastann í miðju rýmisins. Cary flýtti sér að henni og reif í andlit hennar. Hún náði að berja hann af sér, hljóp út og bað nágrannana að hringja á lögregluna.

Þegar lögreglan kom hafði heigullinn falið sig undir fatahrúgu í húsinu. Hann sagði við lögregluna að hann hefði falist á háaloftinu því hann var „þreyttur á að vera heimilislaus og vildi hafa stað til að dveljast á.”

Cary Cocuzzi hefur verið ákærður fyrir innbrot, þvingun og að brjóta nálgunarbann. Hann verður í fangelsi fram að dómi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!