Leikkonan dáða, Jennifer Aniston, ætlar að gefa út æviminningar sínar á næstunni og átti leikkonan Demi Moore stóran þátt í því.
Jen, sem er fimmtug, á nú í viðræðum við útgáfufyrirtæki, hið sama og gaf út bók Demiar: „Jen er nú á þeim tímamótum í lífi sínu að hún hefur tíma til að setjast niður og skrifa,” segir vinur hennar í viðtali við Radar. „Það er margt sem hún vill viðra, til dæmis erfiðleikarnir þegar hún var fyrst að koma sér á kortið, það sem henni raunverulega fannst um Friends, ástarsamböndin hennar og hjónabönd.”
Bæði Jennifer og Demi hafa sama viðskiptateymið og er víst ekkert sem ekki má tala um í þessum bókum.
Af þeirri ástæðu er Jen ekkert að flýta sér, hún ætlar að bíða þar til öldurnar lægir hvað bók Demi varðar. Svo ætlar hún að „taka í gikkinn,”” segir þessi vinur ennfremur.
Bók Demiar kemur út í september á þessu ári.
Í bókinni mun Demi ræða mál á borð við fíknir, líkamsímynd, áföll í æsku og stormasamt samband hennar við móður hennar, hjónaböndin og þá baráttu að vera bæði móðir og fræg.
Er sagt að Ashton Kutcher, hennar fyrrverandi „skjálfi á beinunum” vegna væntanlegrar útgáfu: „Hann þarf að fá staðfestingu, sérstaklega frá Demi sjálfri, að þetta muni ekki verða vandræðalegt fyrir hann,” segir innanbúðarmaður í viðtali.
Sagt er um bók Aniston að hún muni græða „fúlgur fjár” fyrir hana og einnig tækifæri til að koma á framfæri hennar skoðunum varðandi ástarmálin sem hafa vakið mikla athygli – sérstaklega hjónaband hennar og Brad Pitt, en eins og kunnugt er fór hann frá henni fyrir Angelinu Jolie.