Law and Order leikarinn Dean Winters rifjar upp augnablikið fyrir tíu árum, árið 2009, þegar hann lenti í hjartastoppi og sá líf sitt renna hjá í einni sjónhendingu:
„Ferðin í sjúkrabílnum á leiðinni á spítalann var svakaleg, ég hafði fengið blóðsýkingu út af veikindum sem ég átti í í æsku. Ég dó raunverulega í sjúkrabílnum, hjartað mitt stoppaði í fjórar og hálfa mínútu en guði sé lof náðu frábæru læknarnir á Lenox Hill spítalanum að koma mér aftur til lífs.” Winters sá ekkert ljós eins og er oft er talað um að fólk sjái þegar það deyr í bíómyndum og hann sagði
„Ég hafði hreinlega ekki hugmynd um hvað gerðist. Þeir vilja ekki segja manni hvað gerðist fyrr en nokkrum mánuðum seinna. Maður má víst ekki fá andlegt áfall ofan á alvarleg veikindi eins og þessi. Þegar þeir sögðu mér svo frá því sem hafði gerst rifjuðust upp fyrir mér margir hlutir sem ég hafði ekki getað ekki munað áður“.
Leikarinn Dean Winters hafði smitast af bakteríusýkingu, hann hrundi niður hjá lækninum sínum og fékk hjartastopp og dó í fjórar mínútur á miðri 5th avenue götunni í New York í sjúkrabílnum á leiðinni á spítalann þar sem hann þurfti að dvelja á gjörgæsludeild í þrjár vikur. Eftir að hann var sendur heim af spítalanum eyddi hann nokkrum mánuðum í íbúðinni sinni á Tribeca svæðinu og hann undirgekkst eftir það 10 skurðaðgerðir þar sem þurfti að fjarlægja tvær tær og einn þumalfingur af honum. „Þá var ferill minn eins og settur á „hold“. Síðan þá hefur Dean leikið í fjölmörgum þáttum eins og Law And Order SVU, Brooklyn Nine-Nine og 30 Rock.