Selena Gomez var fyrsti gesturinn í nyja Coach útvarpsviðtalsþættinum “Dream It Real“
Söng og leikkonan Selena Gomez talaði um nýju plötuna sína og hvernig það hefur hjálpað henni að leita sér fagmannlega hjálp hjá sáfræðingi og afhverju henni þykir Instagram vera óheilbrygður staður fyrir sig og aðra. Þegar Gomez var spurð um hvað það er sem fólk veit ekki um hana sagði hún: „Ég hef alltaf sagt þetta og kannski endurtek ég mig of mikið en ég held að fólk þekki ekki hjartað mitt. Mér líður oft þannig eins og að fólk haldi að ég sé þjálfuð í að segja ákveðna hluti og að ég segi bara það sem að ég held að sé rétt, sérstaklega þegar að það kemur að pólitík.“
Gomez sagði líka að hún vill ekki að fólk dæmi sig eftir útlitinu hennar.
„Ég kann ekki að meta það þegar fólk dæmir mig eftir útliti mínu eða eitthvað svoleiðis. Það er gaman að klæða sig upp og að geta fundist maður vera sæt eða sætur og ég kann að meta það þegar fólk segir þú ert sæt en vil frekar að fólk elski mig fyrir manneskjuna sem ég er ekki hvernig ég lít út. Það er það sem skiptir mig máli.“
Hún var síðan spurð um nýju plötuna sína sem kemur út á þessu ári og um hana hafði hún þetta að segja:
„Ég vildi að þessi plata yrði bara um mig, bara ég, alveg ég. Öll lögin segja sögu um eitthvað sem ég hef upplifað og gengið í gegnum. Það er enginn sem getur sagt mína sögu betur en ég og þessi plata skiptir mig mjög miklu máli.“
Hún talaði líka um Instagram og sagði að Instagram hafi haft slæm áhrif á hana vegna þess að hún tók eftir því að henni byrjaði að líða illa þegar hún var að skoða það og sá allt þetta fólk sem var svo fullkomið og fallegt og það gerði hana óörugga og lét hana líða illa. Þess vegna þótti henni mikilvægt að taka sér pásu frá því.
„Ég vil að fólk viti að flest af því sem það sér á myndum á netinu er ekki rauverulegt. Mér finnst leiðinlegt að segja það og ég er ekki að reyna að vera dónaleg en það er mjög óraunhæft og fyrir mig og það olli mér bara miklum kvíða og vanlíðan.“