Í viðtali við Van Jones Show var Kim spurð um fræga foreldra í Hollywood eins og Lori Loughlin og Felicity Huffman sem notuðu forréttindi sín til þess að svindla börnunum sínum inn í háskóla og hún hafði þetta að segja um málið.
„Ég myndi persónulega aldrei gera þetta. Ef að börnin mín kæmust ekki inn í skólana sem þau sóttu um á eigin spítur þá myndi ég aldrei vilja nota forréttindi mín til þess að þvinga þeim inn í svona aðstæður þar sem að þau myndu hvort sem er ekki ná neinum framfærum. Þannig að mér finnst það bara engan veginn viðeigandi. Stundum þegar að fólk hefur svona auðvelt aðgengi að hlutum þá getur það misnotað það.“
„Ég vil að börnin mín séu góðhjörtuð og eins jarðbundin og hægt er. Og að kaupa þér leið inn í eitthvað mun ekki hjálpa neinum. Fyrir mitt álit þá finnst mér t.d bara það að börnin mín sjái mig læra og fara á skrifstofur, á fundi nokkra daga vikunar mjög mikilvægt. Þá sjá þau að ég er að vinna hörðum höndum til þess að ná mínum markmiðum. Ég vona að það veiti þeim innblástur til þess að sjá að ef þau vinna að því sem þeim langar að gera þá er það aldrei of seint og það er aldrei nein auðveld leið til þess að komast út úr svona hlutum.“ Kim er sjálf að nálgast fertugsaldur og er að klára háskólanámið sitt til þess að vinna að því að verða lögfræðingur.