Lögfræðingur Amöndu Bynes, Tamar Arminak segir að Amöndu Bynes gengur mjög vel miðað við aðstæður.
„Í þetta skiptið gerði hún sér grein fyrir því sjálf að henni leið ekki vel og vildi takast á við það. Hún vildi takast á við það strax áður en hún snéri aftur í sýningar bransann og byrjaði að leika aftur.”
Arminak bætti svo við: þetta var hennar ákvörðun og hennar val að fara í meðferð og leita sér hjálpar sem mér þykir ótrúlega þroskuð leið til þess að takast á við svona hluti.
„Akkúrat núna er hennar daglega rútína að einbeita sér að hennar eigin andlegri heilsu. Hún stundar mikið jóga og hugsar bara um sjálfa sig sem er mjög mikilvægt fyrir hana. Ég er viss um að hún fari ekki úr meðferð fyrr en að hún er alveg búin að jafna sig.”
Amanda Bynes fór á meðferðarheimili í Los Angeles í janúar eftir að henni byrjaði að líða illa og fann fyrir mikilli pressu til þess að snúa aftur í sviðsljósið. Amanda ætlar sér að eyða 33 ára afmælisdaginum sínum í meðferð og verður þar áfram í nokkra mánuði. Hún er ekkert að flýta sér og ætlar sér að vera þar þangað til henni finnst hún vera tilbúin að snúa aftur í sviðsljósið.