Lori Loughlin vill ekki játa sig seka um misgjörðir sínar í háskóla mútuhneykslunum sem hafa átt sér stað síðastliðnar vikur í bandaríkjunum. Lori og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli segja sig ekki seka eftir að hafa verið ákærð fyrir að svindla dætrum sínum inn í USC háskólann og eru þau sögð hafa borgað 500.000 dollara til þess að koma báðum dætrum sínum inn í skólann.
Ekki er vitað hvernig framhaldið af þessu máli verður en Laughlin og maðurinn hennar virðast ætla berjast gegn þessum ákærum, þau ætla ekki að mæta aftur fyrir dóm og gætu fyrir það fengið 20 ára fangelsis dóm. Þetta gæti einnig haft mikil áhrif á dætur þeirra þar sem að yfirvöld gætu kært þær líka og myndu þær þá líka fá einhvern fangelsisdóm.