Jenny Mollen deildi því á Instagram að hún missti 5 ára gamlan son sinn Sid á hausinn um helgina og hann hlaut alvarlega áverka á höfuðkúpuna. Guði sé lof er hann á batavegi núna og Jenny þakkar Lenox Hill og New York-Presbyterian spítalanum fyrir alla hjálpina.
Hún skrifaði á Instagram „ Þetta er búin að vera átakanleg vika en Sid er kominn heim, hann er að taka því rólega og jafna sig. Hann er líka að borða mikið af súkkulaði ísbrauðforumum og ætlar að prufa kirsuberja næst.“ Hún þakkaði öllu sem komu til við að hjálpa syni sínum meðal annars eiginmanni sínum Jason Biggs sem er þekktastur fyrir leik sinn í bíómyndunum „American Pie“ og vinsælu þáttaröðunum „Orange Is The New Black.“
“Á laugardaginn missti ég son minn á hausinn sem olli því að hann hlaut alvarlega áverka á höfuðkúpuna. Ég er ævinlega þakklát fyrir alla hjálpina sem við fengum frá Lenox Hill og @nyphospital, ég vil þakka öllu hjúkrunarfólkinu, taugalæknunum, barnalæknunum og hugrökku konunum sem halda baðherbergjunum hreinum. Ég er ekki viss um hvernig þetta breyttist í óskarsverðlauna þakkarræðu en @biggsjason ég þakka guði fyrir þig! Ég hugsa til allra foreldrana sem hafa þurft eða munu þurfa að ganga í gengum þetta. Þið eruð ekki ein.“