KVENNABLAÐIÐ

Hulda Lind: „Er mátulega klikkuð og bjartsýn“

Hulda Lind Kristinsdóttir er athafnakona með mörg járn í eldinum. Hún er menntaður förðunarfræðingur og einkaþjálfari og elskar að leika og er hluti af leikhópnum X sem býr til sketsa og setur á YouTube.

hulda4

Hulda segist hafa mjög gaman af lífinu þar sem hún sé „mátulega klikkuð og bjartsýn.“ Hún heldur áfram: „Ég elska að gera fjölbreytta hluti. Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjum tækifærum því lífið hefur svo margt skemmtilegt uppá að bjóða. Það er spennandi að kynnast nýju fólki í allskonar verkefnum og gaman að vera til.“

Auglýsing

Hulda er afar upptekin og greinilega mjög hæfileikarík þar sem hún hefur bæði mörg áhugamál og er framtakssöm: „Eftir menntaskóla fór ég í förðunarskólann Airbrush & Make Up Artist og síðan Einkaþjálfaraskóla World Class. Ég er búin að sækja mörg námskeið í öllu mögulegu t.d. framkomu og fyrirsætu, dans, leiklist, DJ og skylmingum. Ég hef mörg áhugamál eins og fyrirsætustörf, heilsu, næringu, hreyfingu, andlegum málefnum, leiklist, tónlist, dans, söng, kvikmyndun, ljósmyndun, menningu, fólki og heimshornaflakki. Með leiklistinni og fyrirsætustörfunum vinn ég einnig sem öryggisfulltrúi. Hef starfað við það í fjögur ár núna og líkar vel.“

hulda3

Þessa dagana er hún að brasa ýmislegt, eins og hún segir: „Það er endalaust eitthvað sniðugt sem ég er að gera. Bæði skemmtileg verkefni með ljósmyndara og leiklistartengd störf. Ég er alltaf með mörg járn í eldinum.“

Auglýsing

Þú ert í leikhóp sem heitir Leikhópurinn X, hvernig er sá leikhópur?

Mikið rétt. Við erum sex saman í hóp og erum búin að vera í samstarfi  í rúm fjögur ár. Við kynntumst öll á leiklistarnámskeiðum og höfum síðan haldið áfram að skapa list. Höfum alltaf hist einu sinni í viku í hugmyndavinnu og upptökum. Bara dásamlegt. Við höfum skrifað handrit að tólf gaman og drama sjónvarpsþáttum. Við Birgitta sem er í leikhópnum líka, skrifuðum handrit að goth stuttmynd sem búið er að taka upp og klippa. Erum að leggja lokahönd á verkið. Einnig erum við að gera helling af sketchum og höfum tekið þátt í gjörningum og erum núna að semja leikrit fyrir Fringe Festival í sumar svo það er nóg framundan hjá okkur.

hulda1

Hefurðu gaman af því að leika?

Já, svo sannarlega hef ég gaman að leiklist. Spennandi en samt krefjandi að leika allskonar einstaklinga. Ekki skyggir á að það er mjög skemmtilegt fólk í þessum bransa. Það skemmtilegasta sem ég hef leikið var Medusa sem ég lék á Ljósanótt í Reykjanesbæ.

Hvar getur fólk horft á þættina ykkar?

Það er hægt að finna okkur á Youtube og Facebooksíðu Leikhópsins X.

Ertu með like síðu?

Já, stórt like á síðuna „Hulda Lind.“ Ég er einnig á Instagram: huldalindkrist.

hulda2

Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina?

Stútfulla af vinnu og námi. Bjarta með óvæntum uppákomum og tækifærum hérlendis og erlendis.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!