Í dag, fimmtudaginn 11 apríl sendi Kensingtonhöll frá sér yfirlýsingu vegna fæðingu barns Meghan og Harrys, en þess er að vænta á næstu dögum.
„Hertoginn og hertogaynjan af Sussex eru mjög þakklát þeim hlýhug sem þeim hefur verið veittur frá Stóra-Bretlandi sem og heiminum öllum þar sem þau eru að undirbúa að taka á móti barninu þeirra,” sagði í yfirlýsingunni.
Í yfirlýsingunni kom einni fram að þau Meghan og Harry hafa ákveðið að halda öllu sem viðkemur fæðingunni út af fyrir sig: „Hertoginn og hertogaynjan hlakka til að deila þeim spennandi fréttum með öllum um leið og þau hafa haft tækifæri til að fagna í einrúmi sem ný fjölskylda.”
Meghan og Harry eru því afar ólík William og Kate, sem hafa farið að öllu sem drottningin leggur til, m.a. hefðbundin „frumsýning” barnsins á Lindo Wing spítalanum sama dag og barnið er fætt.
Eftir að hafa sent út svart/hvítt jólakort, flutt úr höllinni, hætt svo miklum samskiptum við Will og Kate og opnað þeirra eigin Instagram reikning má sjá að þau eru reglulega að brjóta hinar konunglegu reglur.
Þau vildu ekki fá lækna drottningarinnar til að sjá um fæðinguna og svo þetta – að sýna barnið ekki um leið.
Þetta hefur vakið mikla athygli og aðdáendur eru ekki sáttir því þeir vilja sjá barnið strax.
„Meghan ætlar að fæða barnið í þennan heim á vegan, nýaldarspítalanum Frimley Park í Mulberry svítunni. Þar má eignast barnið í vatni, þar er risastórt king-size hjónarúm og allt á matseðlinum er vegan.