Það er nærri 31 ár síðan myndin skemmtilega, Coming to America var frumsýnd, með þeim Eddie Murphy og Arsenio Hall.
Nú hefur verið staðfest að myndin muni fá framhald, en búningahönnuðurinn Ruth E. Carter sem vann Óskarsverðlaun fyrr á árinu fyrir Black Panther, setti inn staðfestingu á Instagram í gær.
Gamanmyndin var frumsýnd þann 26 júní árið 1988 og er þar fylgst með mjög dekruðum prins (Eddie) sem ferðast til Queens í New York til að leita að konu sem vill hann ekki eingöngu vegna frægðar hans.
Myndin á sér marga aðdáendur…sem dæmi má nefna að árið 2015 klæddu Beyonce og fjölskylda sig upp sem Akeem prins og Aoleon drottning fyrir hrekkjavökuna.
Myndin verður frumsýnd árið 2020.