Nú fer að koma að fæðingu fyrsta barns Harrys og Meghan, en Doria móðir Meghan býr í Los Angeles og er nú að pakka niður.
Mun hún verða viðstödd fæðinguna, allavega frammi á gangi, samkvæmt fréttamiðlunum Daily Mail og The Mirror.
Er einnig talið að hún verði viðstödd steypiboð Meghan sem verður ekki jafn íburðarmikið og hið fyrra.
Samkvæmt innanbúðarfólki í höllinni mun hún koma og verða viðstödd og sjá nýja barnabarnið, en svo þarf hún að fara til að sinna hundunum sínum og heimili sínu.

Doria og Meghan eiga mjög fallegt samband, segja þeir sem til þekkja, þannig það er auðvitað dásamlegt að hún sé henni til stuðnings á þessari stóru stund.
Þær hafa eytt tíma saman að undanförnu, m.a. í New York í fyrra steypiboðinu.
Ok! flutti fréttir af því að Doria myndi búa með Meghan og Harry í einhverjar vikur eftir fæðinguna, en það þykir ólíklegt.
Hún mun þó eflaust sjá nýjan bústað hjónanna sem þau eru loksins flutt í, Frogmore Cottage.