Leikaraparið Jennifer Aniston og Justin Theroux hafa verið skilin í rúmt ár og þau (auðvitað) orðuð við hina og þessa. Það fór samt ekki á milli mála að Justin væri mjög hrifinn af meðleikkonu sinni, Ilana Glazer, þar sem þau spókuðu sig í New york.
Þau sáust í Central Park þar sem þau eru að taka upp myndina False Positive sem er hryllingsmynd sem Ilana meðframleiðir.
Myndinni er leikstýrt af John Lee og Pierce Brosnan leikur innig í henni.
Síðan Justin og Jen skildu hefur hann flutt sig alfarið til New York og á íbúð í West Village. Hann sést þar reglulega á kaffihúsum, á hjóli og spjallandi við vini.
Jen er enn í LA og samkvæmt fréttum eru þau enn vinir.



