KVENNABLAÐIÐ

Háskólasvik!

Allt varð brjálað eftir að bandaríska alríkislögreglan upplýsti að 50 einstaklingar hefðu svindlað börnunum sínum inn í háskóla eins og Yale, Standford, USC og George Town. Fjölmargir þekktir einstaklingar eins og til dæmis „Full House” leikonan Lori Loughlin og hin margverðlaunaða „Desperate Housewives” leikona Felicity Huffman, hafa gerst sekar um þess konar svindl og eiga nú ásamt fleiri milljónamæringum, mörgum þekktum, að koma fyrir dóm í þessari viku.

Auglýsing

 

Lori Loughlin er sögð hafa borgað 500.000 dollara til þess að koma báðum dætrum sínum inní USC. Aðferð sem meðal annars var notuð til að koma börnum inn í háskólana var að „photoshoppa“ myndir af börnum inn á myndir af íþróttafólki svo að þau kæmust inn á svokölluðum íþróttastyrk eða var einhver fenginn til að taka inntökuprófin fyrir þau eða mútuðu starfsfólki í háskólunum sjálfum til að breyta svörum á inntökuprófum.

Auglýsing

 

Meðleikarar Loughlin, þeir John Stamos og Bob Saget, sem léku með henni í sjónvarpsþáttunum „Full House” og seinna í „Fuller House”  voru spurðir um álit sitt, en þeir vildu ekki tjá sig um málið. Hins vegar lýsti Julia Roberts því, þegar hún var spurð um álit sitt á málinu að henni fyndist foreldrarnir vera að senda börnum sínum þau skilaboð að þau hefðu ekki nógu mikla trú á þeim. Afleiðingarnar af þessu hafa meðal annars orðið til þess að fullt af krökkum sem tóku heiðarleg réttmæt inntökupróf inn í skólana, komust ekki inn og ætla foreldrar þeirra margir hverjir að höfða skaðabótamál á hendur háskólunum.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!