KVENNABLAÐIÐ

James Corden segir þybbna leikara aldrei fá hlutverk í rómantískum myndum eða þáttum

Spjallþáttastjórnandinn og leikarinn breski James Corden gagnrýnir að þybbnir leikarar fái aldrei bitastæð hlutverk og „þeir verða aldrei ástfangnir…stunda aldrei kynlíf.”

James sagði þetta í hlaðvarpi Davids Tennant og bætti við að „örugglega finnst engum þú aðlaðandi” á hvíta tjaldinu ef þú ert í stærri stærð.

Auglýsing

Sagði hann einnig að þessir leikarar fengu oftast hlutverk „góða og fyndna” vinar einhvers sem er meira aðlaðandi.

jc1

Varð þetta honum hvatning að skrifa þættina Gavin & Stacey: „Ég hafði enga hugmynd um að ég gæti skrifað. Ég hafði leikið í mynd Mike Leigh og leikið í Fat Friends. Ég lék líka í leikritinu The History Boys. Þar var ég í leikriti með sjö öðrum strákum sem voru á svipuðum aldri og svipuðum stað á ferlinum.

Auglýsing

Og næstum á hverjum degi komu þrír eða fjórir af þeim með risa handrit undir hendinni.

Þrír úr hópnum fengu hlutverk í mynd, þeir fengu allt handritið fyrir aðalhlutverk, ég fékk tvær blaðsíður til að leika fréttamann í byrjun myndarinnar. Mér fannst eins og verið væri að segja við mig: „Já, okkur finnst þú mjög góður. Það er bara málið hvernig þú lítur út.”

James með konu sinni, Juliu Carey
James með konu sinni, Juliu Carey

Í kvikmyndum finnst James að það sé skortur á þybbnum leikurum og leikkonum: „Ef þú ert þybbinn eða feitur eða stór muntu aldrei verða ástfanginn, þú munt aldrei stunda kynlíf. Engum finnst þú aðlaðandi. Þú verður besti vinur fallega fólksins og styður það og segir einn og einn brandara. Ef skemmtanabransinn væri stór salur myndi fólk segja við þig: „Það er ekkert sæti til handa þér.””

Heimild: BBC

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!