Fyrrum golffélagi forseta Bandaríkjanna segir að hann sé alger svindlari í golfi, sem hann stundar grimmt. Rick Reilly er íþróttafréttamaður sem stundaði íþróttina með forsetanum áður en hann tók við embætti.
Segir hann að Donald ljúgi um stigafjöldann, taki oft „mulligan” (aukaskot) og gefur fáránlegar ástæður fyrir því, t.d. „fugl flaug yfir” og skýtur kúlum andstæðinganna ef þær eru nær holunni en hans.
Rick, sem skrifar fyrir Sunday Times, sagði að kylfuberarnir hefðu kallað Trump „Pele” þar sem hann sparkaði í kúluna til að færa hana á betri stað.
Donald neitar að sjálfsögðu þessum ásökunum þar sem hann telur sig einn besta golfleikara í heimi. En ekki hvað?
Rick segir: „Að segja að Donald Trump svindli í golfi er eins og að segja að Michael Phelps syndi. Hann svindlar ekki bara í golfi, hann svindlar eins og atvinnumaður í svindli. Hvort sem þú ert apótekarinn hans eða Tiger Woods, ef þú spilar við hann golf, mun hann svindla.”
Trump hefur reyndar oft spilað við Tiger, sem er 14-faldur meistari. Í eitt sinn fór kúlan utan utan leyfilegra marka (e. out of bounds, nálægt vatni) og hann hunsaði það og tók samt skotið sem er ekki leyfilegt.
Trump hefur verið gagnrýndur fyrir allan þann tíma sem hann eyðir á vellinum, en Trump gagnrýndi Obama fyrir akkúrat hið sama.
Í október 2014 tvítaði hann: „Getið þið trúað því að með öll þessi vandamál sem steðja að Bandaríkjaforsetanum Obama að hann hafi eytt deginum í að spila golf. Verri en Carter.”
Og auðvitað sagði hann í kosningabaráttunni við tilvonandi kjósendur: „Ég mun vinna fyrir ykkur. Ég mun ekki hafa tíma til að spila golf.”
En eftir fyrsta árið í embætti var hann í 91 dag af 395 á vellinum.
Í síðasta mánuði spilaði hann við tvo af stærstu leikmönnum allra tíma, Jack Nicklaus og Tiger Woods, en þeir spila reglulega við hann.
Golfarinn Suzann Petterson sagði einnig um Trump að hann „spili vel með kylfuberanum” þar sem boltinn hans endi alltaf á brautinni. Hún sagði einnig að Trump svindli (eða sagði „cheats like hell”) en svo sagði hún að þetta hefðu verið falsfréttir (að hætti Trump.)
Boxarinn Oscar De La Hoya spilaði við forsetann árið 2016 og sagði að hann hefði svindlað á golfvellinum. Þá svaraði Donald því að De La Hoya hefði „spilað ömurlega” og sagði svo: „Ég er miklu betri golfari en hann.”