KVENNABLAÐIÐ

Móðir og fjögurra daga sonur hennar fundust látin á spítalagólfi

Móðir sem fannst látin á spítalagólfi þar sem hún dvaldist hefur verið lögð til hinstu hvílu ásamt fjögurra daga syni sínum. Þau voru látin saman í kistu, barnið í örmum móður sinnar, en um afar sorglegan atburð var að ræða.

móð1

Marie Downey (36) og hvítvoðungurinn Darragh létust í vikunni sem leið á Cork University kvensjúkrahúsinu á Írlandi.

Auglýsing

Slysinu er lýst sem „hörmulegum atburði” en Marie var flogaveik. Er talið að hún hafi fengið flog á meðan hún gaf Darragh brjóst, sem olli því að hún datt úr rúminu. Allt var reynt til að bjarga þeim, en Darragh lést af sárum sínum daginn eftir.

móð6

Athöfnin var afar átakanleg og margir komu saman til að votta „einstökum englum” virðingu sína í Ballyagran í Limerick, Írlandi.

Eiginmaður Marie, Kieran Downey, sagði að konan sín hafi verið „gullfalleg manneskja, að innan og utan.”

móð9

„Hún hafði hjarta úr gulli. Hún hafði okkur alltaf í forgangi. Við vorum líf hennar og hún var okkar. Hún og Darragh eru einstöku englarnir okkar núna. Við munum elska þig og Darragh að eilífu.”

Auglýsing

Rannsókn lögreglu er í fullum gangi til að ákvarða hvað gerðist á spítalanum. Þau fundust á gólfi sjúkraherbergisins og var Marie að hluta ofan á syni sínum.

móð3

Hjónin áttu tvo aðra eldri syni, þá James og Sean.

Sjálfstæð rannsókn mun einnig eiga sér stað á spítalanum af hálfu heilbrigðisráðuneytsins. Heilbrigðisráðherrann Simon Harris bar fjölskyldunni samúðarkveðjur og lýsti þessu sem einstökum harmleik.

móð2

Hann bætti við: „Það er mjög truflandi og hörmulegt að móðir og barn hafi látið lífið á einum af spítölunum okkar.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!