The Rolling Stones hafa neyðst til að fresta tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Kanada. Sú ákvörðun var tekin eftir að söngvarinn Mick Jagger (75) fær bót meina sinna, tilkynnti hljómsveitin laugardaginn 30. mars.
Átti tónleikaferðalagið að hefjast þann 20. apríl í Miami, Flórídaríki. Alls áttu að vera 17 tónleikar.
Í tilkynningu frá hljómsveitinni segir: „Mick Jagger hefur verið ráðlagt af læknum að fara ekki í tónleikaferð að svo stöddu þar sem hann þarf að fara í meðferð. Læknarnir segja að áætlað sé að Mick verði alhraustur að nýju og því ætti hann að geta farið á svið aftur eins fljótt og unnt er.“
Ekki er vitað af hverju Mick þarf meðferð.
Hann tvítaði samt og sagðist afar svekktur með þessa ákvörðun: „Ég hata að bregðast ykkur svona. Ég er eyðilagður vegna þess við þurfum að fresta túrnum en ég mun vinna hörðum höndum að því að komast aftur á svið. Enn og aftur, bið alla innilegrar afsökunar.“
The Stones segjast ætla að birta nýja áætlun fljótlega og miðarnir munu gilda á nýrri dagsetningu.
Síðasta tónleikaferðalag um Bandaríkin var árið 2015.