Yeon-woo Jhi er með afskaplega kvenlegt andlit og helmassaðan líkama, sem hefur orðið til þess að hún hefur öðlast viðurnefnið „Vöðva-Barbie.” Hún er IFBB Pro vaxtarræktarkona og hefur unnið fjölda titla.
Þegar þú sérð Yeon-woo (34) er erfitt að ímynda sér að hún var eitt sinn afar grönn og viðkvæm og var að eiga við átröskunarsjúkdóm. Hún átti mjög erfitt með að vera á meðal fólks og var einnig með kvíðaröskun.
Allt breyttist þó fyrir 14 árum síðan þegar hún fór að sækja líkamsræktarsal rétt hjá heimili hennar, í von um að verða sterkari. Hún var komin með nóg af því að vera veik og aum en aldrei hefði hana grunað að hún myndi taka þátt í helstu vaxtarræktarmótum heims!
Þegar styrkur og þol jukust fór hún að hafa meiri og meiri áhuga á fitness og að lokum fór hún í eina keppni sem hún vann. Yeon-woo vann svo Arnold Classic Europe Amateur árið 2013 og varð pro árið 2015.
Nú hefur hún verið að taka þátt í keppnum í næstum áratug, en fyrir um tveimur árum varð hún einskonar stjarna í heimalandi sínu, Suður-Kóreu.
Myndir af henni fóru á flug á netinu þar sem hún er útlitslega frekar mótsagnakennd: Með þetta fallega andlit og risastóran, massaðan líkama.
Yeon-woo Jhi er afar vinsæl á Instagram með yfir 130.000 fylgjendur og kemur hún oft fram í þáttum í heimalandinu.