Nicolas Cage og Erika Koike gengu í það heilaga laugardaginn 23. mars síðastliðinn. Nú á miðvikudag, 27. mars fékk Nicolas bakþanka og sótti um ógildingu, því hann telur að „Erika sé bara á eftir peningunum hans.” Þau hafa verið saman síðan í apríl 2018 og starfar Erika sem förðunarfræðingur.
Hollywoodleikarinn var ekki mjög glaðlegur þegar hann sótti um giftingarleyfi hjá sýslumannsembætti Clark sýslu í miðbæ Las Vegas. Þau fengu leyfið samdægurs, samkvæmt skjölum.
Daily Mail hefur birt upptöku af því þegar þau sóttu um leyfið, en leikarinn var sagður „illa áttaður” og „mjög líklega drukkinn.”
Nicolas fór að garga að „kærasti” Eriku væri dópsali og hann „ætlaði ekki að gera þetta” meinandi þá að fá giftingarleyfið.
Erika segir þá rólega við Nicolas: „Ég bað þig aldrei um að gera þetta,” en þá brosir hann og ýtir henni út á gang og segir: „Komdu, við skulum fara.”
Þau fylltu út pappírana í vél og segir sjónarvottur að hann hafi tautað og öskrað: „Hún ætlar að taka alla peningana mína,” og „hennar fyrrverandi er dópisti, hennar fyrrverandi er dópisti.”
Erika sagði ekkert annað en: „Baby, ég er ekki að biðja þig um að gera þetta.”
Þau fengu svo sérherbergi þar sem lætin voru svo mikil.
Erika var gift áður, en þetta er í fjórða skipti sem Nicolas kvænist. Hann var giftur leikkonunni Patriciu Arquette á árunum 1995-2001. Þá fór hann að hitta Lisu Marie Presley en það hjónaband entist í þrjá mánuði.
Þriðja hjónabandið entist lengur, en þau Alice Kim voru gift frá 2004 til 2016. Þau eignuðust soninn Kal-El árið 2005 en Nicolas á einnig 28 ára son, Weston með leikkonunni Christina Fulton.
Nicholas fékk Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í myndinni Leaving Las Vegas.
Hér má sjá myndbandið: