Grammy verðlaunahafinn Cardi B hefur hlotið afar mikla gagnrýni vegna myndbands sem hún setti á Instagram Live í dag. Þar játar hún alls konar hluti í mikilli reiði, m.a. að hafa rænt og dópað menn.
Er talið að hún hafi póstað þessu vegna gagrýni að hún ætti ekki skilið þessa velgengni sem hún hefur notið.
Í málæðinu sem innihélt mikið af blótsyrðum segir hún m.a. að hún hafi verið strippari (sem var vitað). Hún segist hafa boðið mönnum upp á kynlíf: „Ó, viltu ríða mér? Já, já já, förum á þetta hótel. Og ég gaf þeim dóp og rændi þá. Þetta var það sem ég gerði. Ekkert fékk ég gefins.“
Myllumerkið #SurvivingCardiB hefur farið á flug, sbr. heimildarmyndina um Surviving R. Kelly.
Fólk vill helst að henni verði refsað og hún þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef um karlkyns rappara væri að ræða, myndu fólk vera að tala um fangelsisvist.
Cardi B hefur nú lokað Twitter-reikningi sínum.