Nú hefur myndband frá síðasta sumri með söngkonunni Jennifer Lopez farið á flug vegna ummæla sem hún lét falla í þættinum Tinder’s SwipeSessions.
Í myndböndunum eru stjörnur fengnar til að hjálpa einstaklingi að finna sitt fullkomna Tinder-stefnumót með því að „swipe-a“ til hægri eða vinstri ásamt því að gefa sín ráð í stefnumótum.
Í myndbandinu hjálpar Jennifer Brooke, kántrísöngkonu, að finna hina einu sönnu ást sem myndi höggva við fyrir hana. Þegar þær eru saman í stefnumótaappinu tekur Jennifer eftir að margir karlmannanna eru undir þrítugu.
Jlo eys úr viskubrunni sínum og segir að karlmenn séu „einskis nýtir“ (e. useless) á þeim aldri.
Hún sagði: „Gaurar, þar til þeir eru 33 ára eru þeir í raun einskis nýtir,“
Jennifer heldur áfram að „swipe-a“ og tekur fyrir 29 ára samfélagsmiðlastjóra sem heitir Maurice til að sanna mál sitt.
Fólk hefur almennt ekki verið ánægt með hin umdeildu stefnimótaráð Jlo. Einn sagði: „Ha! Ímyndið ykkur að karlmaður segði að konur yngri en þrítugar væru einskis nýtar myndu allir ná í heykvíslarnar og kyndlana, ekki satt? Hræsnarar.“
Annar sagði: „Bara að pæla – á hvaða aldri verða konur nýtar? Þetta sýnir bara að konur horfa á karlmenn varðandi hvað þær geta fengið út úr þeim. Þetta snýst allt um stöðu hjá konum.“
Þriðji sagði: „Ef gaur segði að konur undir 33 væru einskis nýtar myndu Sameinuðu þjóðirnar blanda sér í málið og allir yrðu yfir sig hneykslaðir. Nú er þetta bara asnalegur brandari. Talandi um jafnrétti..“
Hér er myndbandið umdeilda: