Kona nokkur sem er með þráhyggju fyrir óhefðbundnum lækningaraðferðum og heilsuráðum má teljast heppin eftir að hún sprautaði 20 tegundum af ávöxtum í æð.
Zeng er 51 árs kínversk kona fékk náttúrulækningar og hreint fæði á heilann, mætti kalla það þráhyggju, og hún var óhrædd við að prófa ýmsar aðferðir sem öðrum myndi ekki einu sinni detta í hug.
Þann 22. febrúar síðastliðinn bjó Zeng til safa úr 20 ávöxtum, en í stað þess að drekka hann ákvað hún að koma því inn í líkamann með því að nota „drip” (eins og notað er á sjúkrahúsum).
Ekki leið á löngu þar til hún fór að finna fyrir óþægilegum einkennum, kláða og auknum líkamshita. Hún vildi í fyrstu ekki gera neitt í málunum en sem betur fór tók eiginmaður hennar eftir því hversu illa hún var haldin. Hún játaði fyrir honum þennan furðulega ávaxta-gjörning og fór hann með hana rakleiðis á sjúkrahús.
Þegar læknarnir á Guiyang ríkisspítalanum í Hunan héraði fréttu hvað Zeng hefði gert var hún flutt í skyndi á háskólasjúkrahúsið í Xiangnan og fór hún undir stíft eftirlit.
Hún var greind með svæsna sýkingu, lifrarskemmdir, ásamt nýrna- og hjartaskemmdum. Einnig fékk hún blóðeitrun. Óttuðust læknarnir að hún myndi ekki hafa það af vegna líffæraskemmdanna.
Var hún send í himnuskiljun til að hreinsa blóðið og fékk lyf við blóðkökk ásamt sýklalyfjum. Sem betur fór virkaði þetta og Zeng fór að batna eftir um fimm daga: „Ég hélt að ferskir ávextir væru afar hollir og það myndi ekki gera mér mein að sprauta mig með þeim,” sagði Zeng við fréttamenn. „Ég hélt ég myndi ekki lenda í svona miklum vandræðum.”
Dr. Liu Jianxiu, sem meðhöndlaði Zang, varaði við slíku athæfi því það gæti valdið lifrar- og nýrnaskaða og gæti verið lífshættulegt.
Næringarfræðingurinn Lu Zhongyi í Beijing, fór á samfélagsmiðla til að vara önnur „heilsufrík” við í kjölfar fréttanna. Sagði hann að sumir ávaxtasafar gætu verið hollir fyrir æðakerfið væri alls ekki gott ráð að sprauta sig með þeim…