Í Bretlandi er sífellt að færast í aukana að fólk noti ólöglegt efni, Melanotan, sem tekið er áður en farið er í sólbað eða í ljósabekk. Hannah Tittensor sem býr í Belfast á Írlandi er haldin tanorexíu – hún er háð því að vera brún, sama með hvaða leiðum. Stundum telur fólk að hún sé af öðrum kynþætti. Hannah vill samt að fólk vitai: „Ég er ekki rasisti, mér finnst bara svo æðislegt að vera sólbrún.
Hún fór til Tyrklands árið 2015 og fékk þar „æðislega brúnku.“ Á myndum má sjá muninn – hún var hvít en er orðin mjög dökkbrún. Hannah játar þó að þetta sé orðið frekar sjúklegt hjá henni, en hún er snyrtifræðinemi.